Störf hjá Patera
Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar.
Við leitum að túlkum sem tala eftirfarandi tungumál: Pólska, spænska, portúgalska, arabíska, litháíska og fleiri mál.
Við erum að leita að reynslumiklum túlkum sem hafa hæfni til að tjá sig á ofangreindum tungumálum. Starfið krefst:
- Tungumálakunnáttu: Mjög góðrar færni í bæði tali og skrift.
- Stundvísi: Mæting á réttum tíma og getu til að fylgja skipulagi.
- Kurteisi: Góðrar samskiptahæfni og virðingu í öllum samskiptum.
- Trúnaðar: Traust og trúnaður eru lykilatriði í okkar vinnu.
Ef þú hefur reynslu og áhuga á að vinna sem túlkur hjá okkur, endilega sendu umsókn!
Almenn umsókn
Patera er að leita að öflugum og áhugasömum einstaklingum til að ganga til liðs við fjölbreyttan og spennandi vinnustað. Við bjóðum upp á tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem snúa að verkefnastjórnun, ferlagreiningu, breytingastjórnun og innleiðingu stafrænnar lausna. Ef þú hefur áhuga á að vinna í skapandi og framsæknu umhverfi, þar sem árangur, nýsköpun og samstarf eru í fyrirrúmi, viljum við heyra frá þér.
Hvað við leitum að:
- Frábær samskiptahæfni og getu til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
- Hæfileiki til að stjórna og þróa verkefni frá upphafi til enda.
- Sterk greiningarfærni og lausnamiðuð nálgun.
- Vilji til að taka þátt í breytingastjórnun og bæta vinnuferla með stafrænum lausnum.
- Áhugi á að læra og þróast í takt við nýjustu tæknilausnir.
Ef þú hefur metnað og áhuga á að þróa þig innan framsækins fyrirtækis eins og Patera, þá hvetjum við þig til að senda inn almenna starfsumsókn.