Skip to Content

Fagleg bókhaldsþjónusta fyrir þitt fyrirtæki

 Við bjóðum upp á alhliða bókhalds- og ráðgjafarþjónustu, þar á meðal launavinnslu, sölureikninga, launakeyrslur, vsk-uppgjör og önnur bókhaldstengd verkefni. Markmið okkar er að veita persónulega þjónustu og halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar – við minnum reglulega á skil á vsk. og önnur mikilvæg atriði. Hafðu samband og leyfðu sérfræðingum okkar að sjá um bókhaldið, svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir þig mestu – að þróa og vaxa fyrirtækið þitt!

Hafa samband

Hvernig getur Patera hjálpað þér með bókhald og tengda þjónustu?

Stofnun fyrirtækja

Sérfræðingar okkar veita ráðgjöf og leiðsögn um helstu rekstrarform og hjálpa þér að velja það sem hentar þínum rekstri best. Þeir sjá einnig um að útbúa öll nauðsynleg gögn og senda þau til réttra aðila, svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli.

Bókhald

Sérfræðingar okkar sinna fjölbreyttum bókhaldsverkefnum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Við sjáum m.a. um daglegt bókhald, skráningu reikninga, útgáfu sölureikninga, afstemmingar lánardrottna og viðskiptavina, auk annarra verkefna sem geta komið upp í tengslum við bókhald.

Sölureikningar

Við sjáum um útgáfu sölureikninga, bæði á pappír og rafrænt. Þú þarft aðeins að senda okkur nauðsynlegar upplýsingar og gögn, og við tryggjum að allt sé rétt skráð og afgreitt. Sölureikningar eru grundvallaratriði í rekstri fyrirtækisins, því er mikilvægt að skrá þá löglega og senda á réttum tíma.

Launavinnslur

Sérfræðingar okkar sjá um launaútreikninga fyrir fyrirtæki og senda öll nauðsynleg gögn til réttra aðila. Þú þarft aðeins að senda okkur upplýsingar eins og vinnutíma, uppgjör og fleira, þar á meðal orlof, veikindadaga og annað sem til fellur, og við sjáum um afganginn.

Virðisaukaskattskil

Sérfræðingar okkar annast virðisaukaskattinn og sjá til þess að virðisaukaskattskýrslum sé skilað til réttra aðila. Mikilvægt er að fela slíkt sérfræðingum til að tryggja að allt sé gert rétt og á tilsettum tíma.

Framtalsgerð og skattskil

Við sjáum um gerð skattframtala fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Patera ehf býður heildarþjónustu í framtalsgerð, aðstoðar við skattskil og sér um leiðréttingar sem nauðsynlegt er að gera í lok árs, ef þörf krefur.

Ársreikningar

Við sjáum um uppsetningu ársreiknings fyrir atvinnurekendur. Ársreikningurinn er lykilatriði í rekstri og hjá Patera leggjum við áherslu á að hann sé fagmannlega framsettur og innihaldi allar nauðsynlegar upplýsingar.

Annað nauðsynlegt

Patera aðstoðar einnig viðskiptavini við ýmis verkefni, eins og að útbúa rekstraráætlanir, veita fjármálaráðgjöf og leiðbeina í rekstri. Markmiðið er að hjálpa þér að hámarka árangur og nýta stjórnunarhæfileika þína til fulls í rekstrinum.

Annað í boði Patera

Fjárhagsbókhald og ársskýrslur


Við sérhæfum okkur í að veita nákvæmt og áreiðanlegt fjárhagsbókhald sem tryggir að öll fjárhagsgögn þín séu í fullkomnu lagi. Með okkar þjónustu færðu reglulega yfirlit yfir fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem gerir þér kleift að taka upplýstar og réttar ákvarðanir. Við sjáum einnig um gerð ársskýrslna sem uppfylla allar lögbundnar kröfur og tryggja að reksturinn sé ávallt í samræmi við reglur og lög. Fáðu okkur til að annast bókhaldið, svo þú getir einbeitt þér að vexti og þróun fyrirtækisins.

Hafa samband

Greiðslu- og kostnaðarstjórnun

Við bjóðum upp á sérhæfða þjónustu í greiðslu- og kostnaðarstjórnun, sem aðstoðar þig við að fylgjast með öllum greiðslum og draga úr óþarfa kostnaði. Með okkar aðstoð færðu nákvæmar skýrslur um fjárflæði og kostnaðartengda þætti, sem hjálpar þér að stýra fjárhagsáætlunum betur og auka skilvirkni í rekstri. Við tryggjum að allar greiðslur séu framkvæmdar á réttum tíma og að hver kostnaðarliður sé greindur til að hámarka rekstrarhagnað og forðast óþarfa útgjöld. Leitaðu til okkar til að fá verðmætar lausnir og ráðgjöf til að halda fjárhagsmálum í jafnvægi.

Hafa samband

Fasteignakaup


Patera býður einnig ráðgjöf við fasteignakaup, hvort sem um ræðir kaup á húsnæði fyrir rekstur, fjárfestingartækifæri eða fyrir einstaklinga. Við aðstoðum við greiningu á fasteignamarkaði, fjármögnum fasteignaviðskipta og tryggjum að allt ferlið fari fram á öruggan og skilvirkan hátt. Með þessu getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir sem hámarka verðmæti fasteignafjárfestinga þeirra.

Hafa samband

Leyfðu okkur að aðstoða þig!