Teymið

Marcin Zembrowski
Marcin hefur víðtæka menntun og reynslu á sviði viðskipta og fjármála. Hann er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja og er nú í MBA námi. Hann hefur djúpa sérþekkingu sem sérfræðingur í leyfismálum og hugbúnaðargreiningu, og hefur unnið við innleiðingu stafræna lausna og verkefnastjórnun. Einnig hefur Marcin starfað sem fjármálaráðgjafi, þar sem hann hefur veitt ráðgjöf um fjárfestingar og fjármálastjórnun. Hann hefur haft umsjón með fjárfestingum, fjárhagsáætlunum og fasteignakaupum.

Mariusz Zembrowski
Mariusz er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í endurskoðun og viðurkenndur bókari. Hann hefur víðtæka reynslu sem aðstoðamaður endurskoðanda, þar sem hann hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum og öðlast djúpa þekkingu á endurskoðunarferlum og reikningsskilum. Auk þess hefur Mariusz starfað sem aðalbókari, þar sem hann hefur haft umsjón með bókhaldi og fjármálastjórnun í fjölbreyttum rekstrarumhverfum. Með þessari samfelldri reynslu hefur hann þróað sterka hæfileika í bæði endurskoðun og bókhaldi.

Marta Dominika Józwiak
Marta hefur djúpan bakgrunn í Balkanskagafræðum og tvær meistaragráður – eina í viðskiptafræði og aðra í stjórnun nýsköpunar. Hún sérhæfir sig í ferlastjórnun og mannauðsmálum og stýrir ráðningarþjónustu. Marta er þekkt fyrir sitt skarpa auga fyrir smáatriðum, sem tryggir nákvæmni og skilvirkni í verkefnum hennar. Að auki hefur hún starfað sem umsjónarmaður sjálfbærnismála, þar sem hún þróaði og innleiddi sjálfbærniáætlanir með áherslu á umhverfisvænar lausnir og bætta sjálfbærni í starfsumhverfi.